Hjólaleiðir um Rangárvallasýslu

Febrúar 9, 2021 Af Óflokkað Athugasemdir Burt

Hjólaleiðir

Í nágrenni hótelsins eru margar frábærar hjólaleiðir þar sem hægt er að fara í dagsferðir, hægt er að velja á milli stuttra eða langra gönguleiða, auðveldra eða erfiðra göngustíga, allt undir þér komið.

Nokkur dæmi:

Ytri-Rangá – 78 km

Merkurhraun – 43 km

Krakatindur – 40,5 km á hálendinu

Uppholt - Ásahreppur – 42 km

Djúpárhreppur, Ásahreppur, Holt og Land – 65 km

 

Fossabrekkur

Febrúar 6, 2021 Af Óflokkað Athugasemdir Burt

Fossabrekkur

Fossabrekkur er efsti foss Ytri-Rangár og rétt fyrir neðan upptök árinnar rétt eftir að komið er inn fyrir afréttarmörk Landmannaafréttar. Það má segja að Fossabrekkur séu vin í vikurauðninni og er hann vel falinn frá vegi nr. 26. Hann er aðeins í 20 mínútna akstri frá Landhótel og er vel merktur frá vegi nr.26. Við afleggjarann er stuttur vegur að góðu bílastæði og þaðan er aðeins nokkurra mínútna ganga uns komið er að þessum fallega fossi.

Hekluhestar

Apríl 15, 2020 Af Óflokkað Athugasemdir Burt

Hekluhestar – Dags Ferðir

Austvaðsholt er staðsett aðeins 7 km frá Landhótel.  Á þessum bæ eru Hekluhestar og er bærinn staðsettiur á stóru opnu svæði með drottninguna Heklu í næsta nágrenni.  Hekluhestar eru með sína eigin ræktun á íslenska hestinum og eru þeir þekktir fyrir gott geð og mjúkan gang.

Flestir af reiðhestum Hekluhesta eru fæddir og þjálfaðir af fagfólki Austvaðsholts.  Allir knapar fá að kynnast vel sínum hesti og læra hvernig eigi að umgangast hann áður en lagt er af stað í hverja reiðferð.

Íslenski hesturinn   er þekktur fyrir mjúka töltið og ekkert er eins dásamlegt að svífa um sveitir á mjúku tölti og njóta íslenskrar náttúru eins og hún gerist best.

Komið og heimsækið Hekluhesta og skellið ykkur í klukkustundar reiðtúr meðfram Rangá og glæsilega fjallasýn til allra átta.  Eftir reiðtúrinn er hægt að skoða sveitalífið á bænum og skoða hin dýrin á bænum.

 

Dagsetningar: Opið allan ársins hring.

 

 Verð:             

  • 1 klst reiðtúr : 9.500 kr.
  • 2 klst reiðtúr: 17.000 kr.
  • 3 klst reiðtúr: 25.000 kr.
  • 4-5 klst reiðtúr: 35.000 kr.

Golfklúbbur Hellu

Mars 26, 2020 Af Óflokkað Athugasemdir Burt

Golfklúbbur Hellu – Strandarvöllur

Golfklúbbur Hellu, GHR, er aðeins 20 mín. akstur frá hótelinu. Strandavöllur er 18 holu links völlur þar sem allir kylfingar geta notið þess að spila golf í ótrúlegu samspili íslenskrar náttúru. Völlurinn er mjög góður á fótinn og auðvelt er að ganga hann. Þessi skemmtilegi LINKS völlur einkennist af melahólum og fallegu landslagi með þá sérstöðu á Íslandi að vera með svartan sand í bönkerum. Á heimasíðu golfklúbbsins má sjá “flyover” sýn fyrir hverja braut, sjá nánar á www.ghr.is.

Útsýnið frá vellinum er stórfengleg fjallasýn, má nefna Tindfjöll, Eyjafjallajökul, og drottningu okkar Heklu, og á góðviðrisdögum má sjá til Vestmannaeyja.

Við bjóðum upp á "Gistingu og Golf" pakka og hafið samband við booking@landhotel.is fyrir frekari upplýsingar.

Skeiðvellir

31 júlí, 2018 Af Óflokkað Athugasemdir Burt

Skeiðvellir

Verið velkomin á Skeiðvelli

Ef þú vilt kynnast íslenska hestinum á ferðalögum á Íslandi ertu kominn á réttan stað. Skeiðvellir eru fjölskyldurekið hrossaræktar- og æfingabýli sem er heimili um 100 hesta. Þeir bjóða upp á einstakt tækifæri til að kynnast sínum merkilegu íslensku hestum og skoða fallegt landslag á hestbaki.

Af hverju Skeiðvellir?

  • Þeir sérhæfa sig í reiðtúrum fyrir smærri hópa.
  • Þú færð reiðkennslu og færð tækifæri til að fá að vita allt um hestinn þinn áður en lagt er af stað í reiðtúrinn. Allur undirbúningur fer fram innandyra í glæsilegri reiðhöll Skeiðvalla.
  • Gestum er boðið í kaffi, te eða heitt súkkulaði á notalega hesthúsakaffihúsinu okkar eftir ferðina.  Fyrir þá sem ekki fara í reiðtúr þá er hægt að bíða á kaffihúsinu á meðan aðrir njóta reiðtúrsins.
  • Allir hestar eru vel tamdir , góðir töltarar og eru fyrir öll getustig knapa, hvort sem þú ert byrjandi eða reynslumikill knapi.
  • Skeiðvellir eru aðeins 5 mínútur frá Landhótel

Til að panta fyrir hóp þá er hægt að hafa samband við Landhótel eða hringja beint í +354 899 5619 eða heimsækja heimasíðu þeirra Skeiðvellir

Laugaland

Júní 28, 2018 Af Óflokkað Athugasemdir Burt

Laugaland

Laugalandi er aðeins 15 km frá hótelinu.
Frábær sundlaug með allt sem fjölskyldan þarf eftir góða útiveru.
Heitir pottar, vatnsrennibraut,og upphituð laug.

Vetur op frá 1. Október

  • Mánudaga til miðvikudaga frá kl. 19:00 – 21:30
  • Fimmtudaga frá kl. 16:00 – 20:00
  • Laugardaga frá kl. 14:00 - 17:00
  • Lokað föstudaga og sunnudaga.

Sumar opnun frá 1. Júní

  • Mánudaga til föstudaga 14:00 – 21:00.
  • Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10:00 – 19:00

63° 54.943 'N', 20° 24.998'W
+354 487-6545