Fundir og viðburðir

Landhotel er fullkominn staður fyrir fundi, ráðstefnur og smáa sem stóra hópa.
Við erum með glæsilega útbúið fundarherbergi fyrir 14 manns og erum að vinna í ráðstefnusal okkar sem verður tilbúinn seinna á næsta ári þar sem við getum tekið við 60 manns í fundar og ráðstefnuhöld.

smærri fundir

Fundarherbergi okkar rúmar 12-14 manns og er með fullkominn tækjabúnað til fundarhalds.  Við getum boðið upp á veitingar á meðan fundi stendur.  í hlé eða eftir fund þá er tilvalið að setjast niður í setustofu okkar við barinn og spjalla við fundarmeðlimi.

Stærri fundir

Við getum skipulagt Veitingastað okkar í stóran fundarsal sem rúmar upp í 100 þátttakendur, fer eftir sætaskipulagi. Við bjóðum upp á fullkominn fundarbúnað til að uppfylla allar ykkar þarfir fyrir góða ráðstefnu. Á meðan fundi stendur þá getum við boðið upp á veitingar og bakkelsi eða það sem þið óskið eftir.

Í hlé á ráðstefnu eða eftir þá er tilvalið að slaka á í setustofu okkar við Barinn, fá sér drykk og eiga gott samtal við fundarmeðlimi.

Við með ánægju aðstoðum ykkur með skipulagningu á öllum viðburðum, fundum, samkvæmum, afmælum og fl.
Við getum sett upp glæsilegt gala hlaðborð eða "a la carte" matseðil fyrir öll tækifæri.
Endilega hafið samband við okkur með tölvupósti á booking@landhotel.is