Fossabrekkur

Febrúar 6, 2021 Af Óflokkað Athugasemdir Burt

Fossabrekkur

Fossabrekkur er efsti foss Ytri-Rangár og rétt fyrir neðan upptök árinnar rétt eftir að komið er inn fyrir afréttarmörk Landmannaafréttar. Það má segja að Fossabrekkur séu vin í vikurauðninni og er hann vel falinn frá vegi nr. 26. Hann er aðeins í 20 mínútna akstri frá Landhótel og er vel merktur frá vegi nr.26. Við afleggjarann er stuttur vegur að góðu bílastæði og þaðan er aðeins nokkurra mínútna ganga uns komið er að þessum fallega fossi.