fbpx

heilsulindin okkar

Fullkomin slökun

GUFUBAÐ, NUDDPOTTUR OG LÍKAMSRÆKT

SPA-ið okkar er með tvær saunur, eina infrarauða og eina gufusaunu.  Hér er svo sannarlega hægt að slaka á eftir viðburðarríkan dag.

Útipotturinn okkar hefur svo sannarlega slegið í gegn og ekki skemmir útsýnið til fjalla og sveita. Það er svo einstakt að njóta þess að sitja í heitum potti og vera umvafinn friðsæld og náttúru.

Allir gestir hafa aðgang að líkamsrækt okkar sem er vel búin tækjum og lóðum.  Hér er svo sannarlega hægt að halda sér í formi og njóta slökunar í fallegu umhverfi Landhótels.

afslappandi nudd

Við bjóðum upp á eftirfarandi slökunarnudd:

Verð:

1 klukkustund 16.900 kr.

30 mín. 12.900 kr.

Panta þarf nudd með 1-2 daga fyrirvara