fbpx

Náttúruperlur

á Íslandi

Tengdu lúxus og ævintýramennsku

Landhotel er fullkomlega staðsett fyrir dagsferðir að flestum náttúruperlum Suðurlands. Gistu á hótelinu í nokkra daga, upplifðu ævintýrin í faðmi íslenskrar náttúru og eigðu svo notaleg kvöld með vinum eða fjölskyldu í afslöppun á Landhóteli.

Í nágrenni Landhótels eru margir áhugaverðir staðir eins og Hellar sem eru einir stærstu manngerðu hellar á íslandi, Fossabrekkur, Þjórsárfoss, Landmannalaugar og Hekla. Hér eru ótal afþreyingarmöguleikar eins og  golf á Hellu, Jeppaferðir í Landmannalaugar, Fjallabak, eða Þórsmörk, einnig eru margar göngu- og hjólaleiðir í næsta nágrenni og margt fleira.  Til að sjá það sem er í boði í nánast umhverfi Landhótels vinsamlegast smelltu á þennan tengil: Afþreying

Landmannalaugar