fbpx

Golfklúbbur Hellu – Strandarvöllur

Golfklúbbur Hellu, GHR, er aðeins 20 mín. akstur frá hótelinu. Strandavöllur er 18 holu links völlur þar sem allir kylfingar geta notið þess að spila golf í ótrúlegu samspili íslenskrar náttúru. Völlurinn er mjög góður á fótinn og auðvelt er að ganga hann. Þessi skemmtilegi LINKS völlur einkennist af melahólum og fallegu landslagi með þá sérstöðu á Íslandi að vera með svartan sand í bönkerum. Á heimasíðu golfklúbbsins má sjá “flyover” sýn fyrir hverja braut, sjá nánar á www.ghr.is.

Útsýnið frá vellinum er stórfengleg fjallasýn, má nefna Tindfjöll, Eyjafjallajökul, og drottningu okkar Heklu, og á góðviðrisdögum má sjá til Vestmannaeyja.

Við bjóðum upp á "Gistingu og Golf" pakka og hafið samband við booking@landhotel.is fyrir frekari upplýsingar.