tindur

veitingastaðurinn okkar

Að snæða

Stefna Landhótels er að sækja sem flestar afurðir úr heimabyggð og endurspeglar matseðill okkar það sem fæst úr nánasta umhverfi. Við erum með snilldarkokka sem færa fram dýrindis rétti og meðlæti. Við bjóðum upp á morgunhlaðborð og "a la carte" á kvöldin.   Ef þú vilt eyða deginum í ævintýraferð um sveitina þá getum við útbúið nestispakka fyrir þig.

Við hvetjum þig til að láta okkur vita ef um mataróþol eða ofnæmi er að ræða og við gerum okkar best að koma til móts við alla.

morgunverður

Morgunverður er innifalinn á meðan á dvölinni stendur.  Morgunverðarhlaðborðið okkar býður upp á fjölbreytt úrval af hrærðum eggjum, beikoni, nýbökuðu brauði, skyri, musli, ferskum ávöxtum og sæta brauði ásamt nýlöguðu kaffi og ávaxtasöfum.