Norðurljós á Landhóteli

Gefðu fallega upplifun fyrir jólin!  Smelltu hér til að sjá meira

Velkomin á Landhótel

Staðsett á Suðurlandi

Landhotel er glænýtt hótel sem opnaði í júní 2019. Hótelið er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á besta stað á Suðurlandi. Hótelið er hannað með íslenska náttúru að leiðarljósi og hefur alls 69 herbergi sem eru öll mjög rúmgóð og með frábært útsýni til allra átta.

Staðsetning Landhótels er alveg einstök með drottningu okkar Heklu í næsta nágrenni og útsýni til allra átta. Hér er engin sjónmengun frá borg eða bæ og er stórkostlegt að vera á útsýnissvölum hótelsins þegar Norðurljósin æða yfir stjörnubjartan himinninn. Í 1-3 tíma radíus eru flestir áhugaverðustu ferðamannastaðir suðurlands og eru óteljandi afþreyingarmöguleikar í boði eins og jöklaferðir, fjallgöngur, dagstúrar í Landmannalaugar, Þórsmörk eða Þjórsárdal má nefna sem dæmi. Einnig er tilvalið fyrir hópa að koma í ráðstefnu eða hvataferðir, en Landhótel er með glæsilega fundaraðstöðu fyrir stóra sem smáa fundi. Á Landhóteli færð þú að njóta einstakrar náttúru og þú getur alltaf gert ráð fyrir að fá vinalega og góða persónulega þjónustu.

Fullkomið hljóðvistarkerfi!
Hótelið státar sig af fullkomnu hljóðvistarkerfi í öllum rýmum, sem þýðir ekkert bergmál er í neinum rýmum á hótelinu. Gestir okkar geta slakað á og notið samskipta við aðra án þess að bakgrunnshljóð trufli. Fullkominn staður til að slaka á!

Sjá nánar

Hótelið og Afþreying

Standard herbergi

Herbergin okkar eru öll rúmgóð með stórkostlegt útsýni til fjalla og sveita.  

Veitingastaður með útsýni

Stefna Landhótels er að sækja sem flestar afurðir úr heimabyggð og endurspeglar matseðill okkar það sem fæst úr nánasta umhverfi. Við erum með snilldarkokka sem færa fram dýrindis rétti og meðlæti.

Náttúran kallar.  Í kringum Landhótel eru ótal útivistar möguleikar, gönguleiðir, jeppa ferðir, hestaferðir ofl.

Landmannalaugar

Fundaðu hjá okkur í ró og næði en við erum með fullkomið hljóðvistarkerfi um allt hótelið. Hvort sem það eru smáir fundir eða stærri viðburðir, þá tökum við vel á móti ykkur.

Hekla fundarherbergi

Norðurljósin

Norðurljós Landhótels

Norðurljósin

Það er ekkert meira spennandi en að sjá iðandi norðurljósin.
Norðurljósa tímabilið er frá 1 September, fram til 15 apríl
Þú getur horft á norðurljósin á efstu hæð hótelsins með ómengaða sýn til himins.

Hvað er betra en að hjúfra sig í ullarteppi með heitan bolla af kakói og njóta lifandi sýningarinnar á himni þar sem engin ljósmengun er..
Fullkomið kvöld á Landhótel

Bókaðu á netinu í dag og við hlökkum til að fá þig í heimsókn

eða sendu okkur tölvupóst á booking@landhotel.is

Bóka
view1.lítill

Ráðstafanir vegna heilbrigðis- og öryggismála vegna Covid

Við höfum hækkað heilsu- og öryggisráðstafanir okkar til að tryggja öryggi gesta okkar og teymis.

Sjá nánar

SPURT OG SVARAÐ

Innritun fer eftir framboði á herbergjum.  Reglulega er innritun í herberginu frá kl. 16:00 (16:00)

Útritun er til klukkan 11:00 (11:00) á brottfarardegi.

Morgunverður er innifalinn í öllum bókunum

Vinsamlegast hafið samband við okkur varðandi slíkt á booking@landhotel.is