Við bjóðum ykkur velkomin á Landhótel sem er staðsett í Landsveit á Suðurlandi. Hótelið er umvafið náttúrufegurð hvert sem litið er. Hér er hægt að slaka vel á í undurfögru umhverfi og upplifa fjölbreytta afþreyingu í íslenskri náttúru með vinum og fjölskyldu .
Í nágrenni við hótelið eru flestir áhugaverðustu staðir Suðurlands og eru óteljandi afþreyingarmöguleikar í boði eins og jöklaferðir, fjallgöngur, hjólaferðir, dagstúrar í Landmannalaugar, Þórsmörk, Þjórsárdal ofl. Landhótel er með mjög rúmgóð herbergi og glæsilega fundaraðstöðu fyrir stóra sem smáa fundi hvort sem það er fyrir ráðstefnur, hópefli, vinnufundi, árshátiðir eða önnur tilefni.