fbpx

Hekluhestar – Dags Ferðir

Austvaðsholt er staðsett aðeins 7 km frá Landhótel.  Á þessum bæ eru Hekluhestar og er bærinn staðsettiur á stóru opnu svæði með drottninguna Heklu í næsta nágrenni.  Hekluhestar eru með sína eigin ræktun á íslenska hestinum og eru þeir þekktir fyrir gott geð og mjúkan gang.

Flestir af reiðhestum Hekluhesta eru fæddir og þjálfaðir af fagfólki Austvaðsholts.  Allir knapar fá að kynnast vel sínum hesti og læra hvernig eigi að umgangast hann áður en lagt er af stað í hverja reiðferð.

Íslenski hesturinn   er þekktur fyrir mjúka töltið og ekkert er eins dásamlegt að svífa um sveitir á mjúku tölti og njóta íslenskrar náttúru eins og hún gerist best.

Komið og heimsækið Hekluhesta og skellið ykkur í klukkustundar reiðtúr meðfram Rangá og glæsilega fjallasýn til allra átta.  Eftir reiðtúrinn er hægt að skoða sveitalífið á bænum og skoða hin dýrin á bænum.

 

Dagsetningar: Opið allan ársins hring.

 

 Verð:             

  • 1 klst reiðtúr : 9.500 kr.
  • 2 klst reiðtúr: 17.000 kr.
  • 3 klst reiðtúr: 25.000 kr.
  • 4-5 klst reiðtúr: 35.000 kr.