fbpx

Hekla

Hekla er um það bil 50 km frá hótelinu og er eitt virkasta eldfjall á Íslandi með meira en 20 eldgos frá árinu 874.

Hekla er vinsæll staður fyrir ferðamenn.  Hægt er að ganga slóða nánast alveg upp á topp fjallsins, en slík ganga tekur um 3 til 4 klst.  Á vorin ef nægur snjór er á toppnum þá er hægt að skíða niður hlíðar Heklu sem margir skíðagarpar leggja á sig. Ferðamenn þurfa þó að vera kunnugt um að ef Hekla gýs þá getur viðvörunartíminn verið mjög stuttur og  er það á ábyrgð hvers og eins að fara upp á fjallið án leiðsagnar.

Rétt við Heklu rætur er Heklu Miðstöð þar sem ferðalangar geta fræðst um eldgos Heklu og umhverfi hennar.