COVID-19
Sóttvarnir og hreinlæti
Handspritt
Við erum með handspritt á öllum almenningssvæðum á hótelinu. Við leggjum mikla áherslu á að gestir okkar virði sóttvarnir í hvívetna.
Ítarlegri þrif
Við sótthreinsum nokkrum sinnum á dag öll almenningssvæði og snertifleti eins og hurðahúna, lyftuhnappa, og þá fleti sem eru á almenningssvæðum hótelsins. Öll herbergin eru ítarlega hreinsuð og sótthreinsuð áður en gestir innrita sig inn á herbergin.
Grímunotkun
Á öllum tímum skulu gestir nota grímur á sameiginlegum svæðum þar sem ekki er hægt að viðhalda 1 m fjarlægðarreglu.
Fjarlægðarreglur
Við hvetjum alla gesti okkar að halda 1 m fjarlægðarreglu á öllum stundum.
Veitingastaður okkar
Við höfum skipt veitingastað okkar niður í svæði þar sem hámarks fjöldi má vera saman kominn hverju sinni Öll borðin eru vandlega sótthreinsuð fyrir og eftir hvert borðhald.
Læknishjálp
Ef upp koma veikindi þá erum við reiðubúin í að hrinda af stað áætlun til að tryggja öryggi gesta okkar og að viðkomandi komist strax undir læknishendur.