
frí
bílastæði

hleðslu
stöðvar

sauna SPA
heitur pottur

Lúxus gisting á Suðurlandi
Við bjóðum ykkur velkomin á Landhótel sem er staðsett í Landsveit á Suðurlandi. Hótelið er umvafið náttúrufegurð hvert sem litið er. Hér er hægt að slaka vel á í undurfögru umhverfi og upplifa fjölbreytta afþreyingu í íslenskri náttúru með vinum og fjölskyldu .
Landhotel er staðsett í stórkostlegu náttúrulandslagi þar sem vetrarhimininn skín af skærum stjörnum og heillandi dansi norðurljósanna. Landhotel er eitt besta hótelið til að sjá norðurljósin.
Hvort sem það er vetur eða sumar, þá bíða þín óteljandi afþreyingarmöguleikar, með þægilegum aðgangi að helstu ferðamannastöðum Suðurlands í stuttri fjarlægð.
Með því að velja Landhotel, lúxusgististaðinn þinn, sem bækistöð, hámarkar þú upplifun þína á Íslandi og tryggir að dvöl þín verði sannarlega ánægjuleg.
Landhotel býður upp á 69 herbergi – 60 Standard herbergi, 6 Superior herbergi og 3 Fjölskylduherbergi, öll innblásin af íslenska náttúrunni.
Hvert herbergi býður upp á töfrandi útsýni - með fallegu náttúrulandslagi hvert sem augað eygir.
Herbergin okkar eru hönnuð til að gera dvöl þína sem ánægjulegasta, þar á meðal háhraða internet, snjallsjónvarp, rúmgóðar vistarverur, "Marriot" standard rúm og önnur þægindi
Herbergin okkar bjóða upp á fullkomna slökun, stíl og þægindi.




Morgunverður er innifalinn á meðan á dvölinni stendur. Morgunverðarhlaðborðið okkar býður upp á fjölbreytt úrval af hrærðum eggjum, beikoni, nýbökuðu brauði, skyri, musli, ferskum ávöxtum og sæta brauði ásamt nýlöguðu kaffi og ávaxtasöfum.
Tindur er veitingastaður Landhótels sem býður upp á "a la carte" matseðil úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar matseðill okkar það sem fæst úr nánasta umhverfi. Við erum með snilldarkokka sem færa fram dýrindis rétti og meðlæti. Ef þú vilt eyða deginum í ævintýraferð um sveitina þá getum við útbúið nestispakka fyrir daginn.
Lúxusherbergi með Marriot Standard rúmum. Afslappandi dvöl milli ævintýra á Suðurlandi.
Við erum í stuttri fjarlægð frá vinsælustu ferðamannastöðum á Suðurlandi.
Besta hótelið þitt til að upplifa norðurljósin á Íslandi. Við bjóðum upp á vakningu ef norðurljósin birtast.
Landhótelið er staðsett við þjóðveg númer 26, aðeins 10 mínútna akstur frá þjóðvegi númer 1. Þegar ekið er frá Selfossi eftir þjóðvegi númer 1 kemur að hringtorginu um það bil 5 km fyrir Hellu. Á þessum hringtorgum tekurðu þriðju útgönguleiðina inn á þjóðveg númer 26.