Norðurljósa paradís
Eitt besta hótel á Suðurlandi til að verða vitni að norðurljósum
Lúxus gisting
Dekraðu við þig lúxus með notalegum rúmgóðum herbergjum, frábærum veitingastað og endurnærandi vellíðunaraðstöðu
Landhotel-Bar-Lounge-web-lowres

Velkomin á Landhótel

Lúxus gisting á Suðurlandi

Við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn á Landhótel þar sem hægt er að sameina lúxusdvöl og ævintýralegar skoðunarferðir um Suðurland

Í nágrenni við hótelið eru flestir áhugaverðustu staðir Suðurlands og eru óteljandi afþreyingarmöguleikar í boði eins og jöklaferðir, fjallgöngur, hjólaferðir, dagstúrar í Landmannalaugar, Þórsmörk, Þjórsárdal ofl. Landhótel er með mjög rúmgóð herbergi og glæsilega fundaraðstöðu fyrir stóra sem smáa fundi hvort sem það er fyrir ráðstefnur, hópefli, vinnufundi, árshátiðir eða önnur tilefni.

Rafhleðslustöðvar

Ókeypis bílastæði

Gufubað Spa

Fjallasýn

superior-sitjandi-area

Norðurljósa myndavélar

Landhótel býður þér að verða vitni að fallegu norðurljósunum og stórkostlegu fjallalandslagi í rauntíma tekið í gegnum vefmyndavél okkar af þaki hótelsins! Smelltu hér til að skoða vefmyndavélina okkar.

Upplifðu þægindi og lúxus

Hvert herbergi býður upp á töfrandi útsýni - með fallegu náttúrulandslagi hvert sem augað eygir.

Herbergin okkar eru hönnuð til að gera dvöl þína sem ánægjulegasta, þar á meðal háhraða internet, snjallsjónvarp, rúmgóðar vistarverur, "Marriot" standard rúm og önnur þægindi 

Herbergin okkar bjóða upp á  fullkomna slökun, stíl og þægindi.

Tindur veitingastaður okkar

Morgunverðarhlaðborðið okkar er með fjölbreytt úrval af nýbökuðu brauði, heitum morgunverði þar á meðal hrærðum eggjum, beikoni og heitum saugum, nýbrugguðu kaffi, áleggi og ferskum ávöxtum og grænmeti, jogurt og íslenska skyrinu með morgunkorni, ásamt öðrum íslenskum unaðsvörum beint frá bændum okkar.

Tindur er veitingastaður Landhótels sem býður upp á "a la carte" matseðil úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar matseðill okkar það sem fæst úr nánasta umhverfi. Við erum með snilldarkokka sem færa fram dýrindis rétti og meðlæti. Ef þú vilt eyða deginum í ævintýraferð um sveitina þá getum við útbúið nestispakka fyrir daginn.

Hvort sem þú ert að njóta morgunverðar eða glæsilegrar kvöldmáltíðar, þá býður veitingastaðurinn okkar upp á þægilegt andrúmsloft, einstaka þjónustu og góðan mat.

Tindur

Leiðarvísir

Landhotel er staðsett við veg nr. 26. Ef ekið er austur frá Selfossi eftir þjóðvegi 1, þá er beygt inn á veg nr. 26 á hringtorgi við Vegamót sem eru um 5 km áður en komið er að Hellu .  Landhótel er u.þ.b 15 km frá Þjóðvegi á vinstri hönd.